Vond lykt úr nafla

hææ

ég er með eina fyrirspurn það kemur roslega vond lykt ur naflanum mínum og eg veit ekkert hvað það er geturu sagt mer hvað það er ? :/

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Naflar eru misdjúpir hjá fólki og því safanast mismikil „naflaló“  fyrir en allir þurfa samt að gæta að því að þrífa vel á sér naflann.  Það er ótrúlega algengt að fólk gleymi að þrífa naflaholuna og þar safnast saman húðfita, dauðar húðfrumur og sviti sem gefa svo vonda lykt. Þetta er einfalt að leysa með því að þrífa naflann vel og ekki gleyma að þurrka vel því rakinn er verstur. Þá getur verið gott að nota eyrnapinna.

Gangi þér vel.