Vond lykt undir forhúð

Fyrirspurn:

var að spá hvað það getur verið ef  það er alltaf vond lykt undir forhúð , þó maður er buin að fara i sturtu og þvo ser vel með vatni undir forhuðinni, Er búin að fara i kynsjukdóma tékk og ég   var ekki með neina kynsjúkdóma , hélt að það væri kannski það.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Vond lykt af líkamsvessum getur verið merki um sýkingar eins og þú segir sjálfur og gott að þú ert búinn að láta athuga það.

Góður þvottur er lykilatriði til þess að draga úr lykt og líkum á sýkingum.

Hins vegar er það svo að líkaminn okkar er að losa sig við ýmis efni með svita og öðrum vessum.

Borðir þú mikið sterkan og kryddaðan mat eða hvítlauk til dæmis getur það haft áhrif  á okkar líkamslykt.

Með bestu kveðju