Vond lykt að neðan

Hæhæ

Það er alltaf svo vond lykt af klofinu á mér, ég skipti um nærbuxur minnst morgna og kvölds. Stundum þarf ég að skipta um yfir daginn 1-2x og þríf mig í leiðinni að neðan. En það kemur alltaf eiginlega strax vond lykt og frekar sterk. Finnst mjög óþæginlegt að vera nálægt fólki því ég er hrædd um að þau finni hana líka.
Hvað getur þetta verið og hvað get ég gert til að koma í veg fyrir þessa lykt?

Takktakk 🙂

Þakka þér fyrirspurnina

Almennt er ráðlagt að nota ekki mikla sápu við þvott á kynfærum það getur skapað óeðlilega flóru sem aftur ýtir undir útferð. Tegund nærfatnðar getur haft áhrif, mælst er til að nota náttúrleg efni eins og bómull frekar.  Það er líklega skynsamlegt að þú látir skoða hvort þú hefur óeðilega mikla útferð sem getur verið vegna sýkinga eins og sveppasýkinga eða jafnvel bakteríusýkinga. Í sumum tilvikum er um að ræða kynsjúkdóma. Hér aðeins nánar um útferð og lykt á vefnum https://doktor.frettabladid.is/sjukdomur/utferd

Gangi þér vel