Vökvi úr brjóstum á karlmanni

Daginn,

Í gær var ég að horfa á sjónvarpið á brókinni og fékk þá frábæru hugmynd að kreista á mér geirvörturnar til þess að sjá hvort það myndi eitthvað koma úr þeim. Viti menn, það kom mjög lítill dropi af hvítum vökva úr báðum geirvörtunum á mér….. Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af ? 😐

Ég er 26 ára karlmaður, líkamsþyngd er í góðu standi.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Ég ráðlegg þér að fara til þíns heimilislæknis með þetta erindi og fá hann til að skoða þig.

 

Gangi þér vel.