Vökvi undir hornhimnu

Fyrir ári síðan fór ég að finna fyrir óþægindum í öðru auganu eins og ég hefði fengið eitthvað upp í augað, þegar frá leið fór mér að líða eins og ég væri alltaf með krem í auganu og þarf mikið að blikka því þetta eins og sígur fyrir augað og þarf ég þá að blikka til að sjá skírar, nú þetta versnar þegar ég er þreytt og eins ef ég beiti augunum við lestur og handavinnu eins er skært ljós slæmt og að keyra og mæta bílum í myrkri og þarf ég að píra augun töluvert mikið, þegar ég loka augunum til að sofna er eins og ljósakúla springi í auganu svona eins og til hliðar. Ég fór til augnlæknis fyrir ári og hann sagði að það hefði komist vökvi undir hornhimnu og var alveg hissa á því að þetta truflaði mig. En þetta truflar mig alltaf meira og meira er frá líður. Hvað er til ráða, ég nota augndropa oft á dag og það er ekki að gagna, verður þetta alltaf svona? Með kveðju

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Miðað við lýsingarnar þínar mæli ég með að þú pantir aftur tíma hjá augnlækni. Augnsjúkdómar eru vandmeðfarnir og geta verið mjög flóknir. Er því nauðsynlegt að fá rétt meðhöndlun sem fyrst.

Gangi þér vel