Vöðvaverkir

Ég er að upplifa eftir hreyfingarlítið slysaár að ég er sífellt með verki í öllum vöðvum og erftir hreifingu(golf)þá er eins og ég sé alltaf þreyttur og finn til í vöðvum og er stirður.
Hvað gæti orsakað þetta.
Tek fram að ég hef alla tíð verið aktífur og hreyft mig mjög mikið

Sæll og takk fyrir fyrispurnina.

Það er ekki óeðlilegt að finna fyrir stoðverkjum þegar farið er af stað aftur eftir hlé í æfingum og sérstaklega ekki ef maður hefur átt við veikinda að stríða. Í lengri veikindum rýrna vöðvar og slaknar á liðböndum og það tekur tíma að ná upp fyrri styrk aftur. Mikilvægt er að hafa það í huga og ekki gera ráð fyrir að maður geti farið beint í fyrri æfingar. Best er að gera styrktaræfingar með lóðum,samhliða göngu eins og í golfinu. Ég ráðlegg þér að fara til fagaðila t.d. sjúkraþjálfara sem hjálpar þér að finna hvaða æfingar eru bestar fyrir þig að teknu tilliti til þinnar sjúkarsögu.

Gangi þér vel.