Vöðvaþroti og rýrnun

Ég er 35 àra karlmaður og undanfarna mànuði hefur vöðvarýrnun og vöðvaþreyta verið að aukast jafnt og þétt. Ég er að borða nòg og hreyfa mig þegar ég get. Lyfta lòðum og ganga à fjöll, hlaupa. Ég finn fyrir òeðlilegri þreytu sem ég fann ekki fyrir àður. Og finn lìka hvað vöðvar eru linari og rýrari en þeir hafa àður verið. Þessu hefur fylgt sìþreyta. Þyrfti ég ekki að fara ì blòðprufu til að byrja með og jafnvel fleiri rannsòknir?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Jú þú þyrftir að byrja á því að heyra í heilsugæslulækni og lýsa þessum einkennum og læknirinn myndi væntanlega senda þig í einhverjar rannsóknir byggt á þinni sögu og lýsingum.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur