Vöðvabolga

Hæ ég er með mikla vöðvabólgu í hálsi og baki getur maður orðinn máttlaus og þreyttur

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Eitt helsta einkenni vöðvabólgu er vöðvaslappleiki. Oft finnur fólk fyrir stífni í vöðvum og þreytuverkjum. Þú getur fundið fyrir máttleysi í stórum vöðvahópum, þar með talið hálsi, öxlum, mjöðmum og baki. Einnig kemur það fyrir að fólk sem er með mikla vöðvabólgu getur fundið fyrir aukinni þreytu.

Ef þetta veldur þér vandræðum í daglegu lífi skaltu fá frekari aðstoð og ráðgjöf á þinni heilsugæslu

Gangi þér vel

Guðbjörg Pétursdóttir, hjúkrunarfræðingur