Vindgangur og niðurgangur

Sæl(l)
Ég hef verið með mikinn vindgang undanfarnar tvær vikur, sem er allan daginn og verst á kvöldin, og niðurgang sem hefur verið blóðlitaður en blóðið hefur reyndar eiginlega alveg horfið á síðustu 3-4 dögum. Hvað getur þetta mögulega verið og hvað er til ráða?

Með fyrirfram þökk

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Þetta gæti hafa verið magavírusinn sem hefur herjað á Landann sl 3 vikur.  Það er ekki óalgengt að blæði aðeins eða komi smit í pappír við langvarandi niðurgang en ef blæðing er meira en sem svarar því skaltu leita til læknis. Einnig ef  einkenni halda áfram og sérstaklega ef blæðir með og þá mun læknir  skoða þig með tillit til heilsufarssögu og hugsanlegra ítarlegri rannsókna. Leitaði einnig til læknis ef svipuð einkenni með blæðingu kom aftur.   Það er óliklegt að fæðuóþol lýsi sér með þessum einkennum en geta verið bólgur í ristli eða bakteríusýkinga sem þarf þá að meðhöndla.

Gangið þér vel

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur