Víkkun á mænugöngum

Langar að forvitnast hjá ykkur um það hvað víkkun á mænugöngum þýðir.
Niðurstaða ûr segulómun á hrygg hjá dóttur minni leiddi í ljós víkkun á mænugöngum á þrem stöðum en enginn getur svarað því hvað það þýðir.
Með fyrirfram þökk.

 

Sæl.

Ástæður fyrir víkkun á mænugöngum geta verið ýmsar getur t.d. getur víkkunin verið „leifar“ frá fósturtíma og eru þá oftast meinlaus. En þú þarft að fá útskýringingar á þessu hjá heila  á þessu sviði eða þeim sem vísaði ykkur í myndatöku. Það er gott að skrifa niður stikkorð af því sem læknirinn segir til að muna þegar heim er komið og svo þú getir lesið þér meira til um það sjálf.

 

Gangi ykkur vel