Ég er með mjög viðkvæman kóng

Góðan daginn!

Ég er með mjög viðkvæman kóng og er frekar vont að snerta hann.

Þetta hefur haft mikil áhrif á mig í samlífi.

Er hægt að kaupa eitthvað krem eða olíu til að bera á kónginn?

Bestu kveðjur,

Einn aumur

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Það eru til ýmis smurefni sem fást í apóteki sem geta hjálpað í samförum og eins getur hjálpað að nota smokk.  Ástæður fyrir viðkvæmni á þessu svæði ýmsar og ekki óalgengar. Þrengsl í forhúð og einkenni sem þeim fylgja ss bólgur og sýkingar en eins getur þetta verið excem einkenni ,einkenni kynsjókdóms eða sveppasýkinga.

Ég ráðlegg þér eindregið til að fara til þíns heimilislæknis og fá skoðun og viðeigandi meðferð sem og aðstoð þar.

Gangi þér vel

Með kveðju

Guðrún Ólafsdóttir

Hjúkrunarfræðingur