Víbringur/fjörfiskur f. Neðan nafla

Góðan dag,

Ég hef síðastliðinn mánuð verið að fá titring neðan við nafla (c.a 8-10cm)
Kannski örlítið nær hægri hlið.

Þetta virðist ekki vera á neinum ákveðnum tíma,
Finn fyrir þessu þegar ég sit í vinnu eða ligg uppi rúmi, virðist koma Hvernar sem er í c.a 2-4 sek í senn, mislangt á milli.

Þetta er ekkert að há mér en skrítið og pirrandi til lengdar.

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Fjörfiskur er fyribæri sem verður yfirleitt vart við augnlok. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um ástæðu eða orsök fjörfisks en þreyta, álag og andleg streita geta komið þessum ósjálfráðu samdráttum af stað. Ekkert er hægt að gera til að fyrirbyggja fjörfisk nema að forðast þessa álagsþætti. Það að hafa þessi einkenni á öðrum stað í líkamanum er óvenjulegt en þar sem lítið er vitað um orsökina er líklega lítið við þessu að gera. Ef þetta háir þér, veldur þér vanlíðan eða eykst þá skaltu ráðfæra þig við lækni. Þú getur lesið þér betur til um fjörfisk HÉR

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur