Vesen með forhúðina

Halló,
Ég er 24 ár karlmaður með smá forhúðarvesen sem ég á erfitt með að útskýra og ég veit ekki hvað ég á að gera. Alltaf þegar ég er búinn að stunda kynlíf þá verður forhúðin mín mjög þröng að ég næ henni ekki aftur fyrir kóning nema að ég þvingi forhúðina aftur með smá sársauka, eftir að ég geri það þá verður léttara og léttara að draga hana aftur þar til hún verður venjuleg. Þetta er búið að vera svona í uþb ár og ég skammast mín mikið og kvíður stundum fyrir að stunda samfarið því þetta vesen gerist alltaf. En svo fór ég í bakpokaferðalag í byrjun þessa árs og var að ferðast um asíu og ég stundaði ekki nein kynmök þar í þrá mánuði. Þegar uþb 3vikur voru liðnar tók ég eftir því að ég gat ekki dregið húðina aftur þegar ég ætlaði að þrífa undir hana og það var mjög sárt. Ég var þannig í rúma eina og hálfa viku þar til ég gat þetta ekki lengur og tosaði hana aftur þannig að það blæddi smá úr en eftir það lagaðist það, en ég finn að forhúðin er orðin þrengri samt ekki mikið en ég finn mun. Eins og þegar ég fór í ris áður en þetta hófst rann húðin alltaf aftur án þess að ég þurfti að tosa en núna rennur hún hálfa leið og ég þarf að tosa restina. Þetta er ógeðslega erfitt að útskýra og ég veit ekki hvað ég á að gera. Núna er tæknilega allt eðlilegt niðir en ég vill ekki stunda kynmök því ég vill að þrengist ekki aftur :/

 

Sæll.

Þetta er vandamál sem margir karlmenn hafa glímt við,talað um allt að 10% fullorðinna karlmanna hafi þrönga forhúð. Þú skalt leita til þvagfæraskurðlæknis en þeir eru alvanir að fást við þetta. Oft dugar að nota sterakrem í einhvern tíma sem mýkir upp forhúðina svo auðveldar verður að draga hana aftur og víkka. Stundum þarf að gera smá skurð í forhúðina til að víkka hana.

Gangi þér vel.