Verð ég ófrjó ef ég gleymi pillunni?

Spurning:

Sæll.

Getur maður orðið ófrjór ef maður gleymir að taka pilluna (getnaðarvarnapilluna) nokkrum sinnum í mánuði en tekur hana kannski strax daginn eftir? Hvernig veit maður að maður er ófrjór???

Ein forvitin.

Svar:

Sæl.

Nei þú verður ekki ófrjó af því. Það er hins vegar spurning um hvort að pillan sé alveg örugg ef þú gleymir henni nokkrum sinnum í mánuði. Það er mjög erfitt að vita hvort að maður er ófrjór. Það er þó hægt að prófa það, það er dýrt og ekki gert nema konur séu búnar að reyna lengi að verða óléttar.

Ef þú gleymir oft að taka pilluna ættirðu kannski að skipta um getnaðarvörn. Sprautan (Depo-Provera) er mjög góð lausn. Þá færðu sprautu í öxlina á 3 mánaða fresti – þarft ekki að muna neitt og hún er mjög örugg.

Kveðja,
f.h.
Félags um forvarnir læknanema, forvarnir.com
Jón Þorkell Einarsson