Verkur vinstra megin í kviðarholi

Góðan daginn. Mig langar til að spyrja hvað geti verið að hjá mér. Ég hélt að það væri kannski botnlangakast en svo er ekki þar sem verkurinn er vinstra megin neðarlega í kviðarholi. Þetta er staðbundinn og mjög sár verkur.
Bestu þakkir

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Verkir í kvið geta verið vísbending um svo ótal margt. Þess vegna þarft þú að fá skoðun og mat hjá lækni á því hvað geti verið að orsaka verkinn  ef hann heldur áfram.

Gangi þér vel

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur