Verkur undir hæl hægra megin

Daginn.
Mig langar að athuga hvort það sé hægt að aðstoða mig . Ég er með mismikill verkur en það er mjög sárt að stíga í fótinn og þegar að verkurinn er verstur er þegar aðég hef verið kjúr í smá tíma og fer svo að labba. Á næturnar fær ég svo verk undir hælnum, upp hælinn að aftur og yfir ristina og út að tám.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Það er mjög erfitt að segja til um hvað gæti amað að án þess að skoða þig. Ég myndi ráðleggja þér að hafa samband við heimilslækni og fá hann til að skoða þig. Hann getur svo bent þér áfram á réttan stað ef hann telur þörf á því.

Gangi þér vel,

Særún Erla Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur