Verkur í vinstri „kvið“

Er með verk alveg við mjaðmakúluna í kviðboganum vinstra meginn, þegar ég þrýsti á þetta svæði er einsog ég sé með einhverskonar bólgu eða kúlu inn í kviðnum (eða við mjaðmakúluna) sem myndast sársauki við en ekkert meira þegar ég hósta eða eitthvað þessháttar. Þetta leiðir aftur í bakið og jafnvel niður í mjöðmina. Ég finn alltaf fyrir þessu en svosem ekkert stingandi verkir en alltaf seyðing í þessu. Langaði að vita hvað þetta gæti mögulega verið.

Takk fyrir fyrirspurnina.

Verki í kvið getur verið erfitt að greina án skoðunar og meiri upplýsinga. Líklega væri því best að panta tíma hjá heimilislækni til að láta skoða þetta nánar.

Gangi þér vel