Verkur í vinstri handlegg og bjúg í vinstri fæti ( stokk bólgið)

.Eg hef verið með seiðing í vinstri hendi frá öxl og niður í litla fingur .Fyrir þrem dögum tók ég eftir að ég var með bjúgu á báðum fótum en nú í kvöld hefur þetta aukist svo vinstri fótur er stokk bólginn . Hver getur ástæðan verið fyrir þessu og hvað er til ráða.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það eru margar ástæður sem geta valdið því að einstaklingar fái bjúg. Út frá þessum einkennum sem þú ert að lýsa myndi ég ráðleggja þér að hafa samband á þína heilsugæslustöð sem fyrst og fá að tala við lækni sem getur aðstoðað þig.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur