Verkur i rifbeini

Sæl
Eg er 19 ara stelpa sem heff alltaf verið virk i hreyfingu og gott mataræði en upp a siðkastið hef eg verið með einskonar verk a milli rifbeina og heldur aumt að koma við neðalega a beininu og ekkert osvipað og miklir strengir að mer finnst ..

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

þessi lýsing passar við það sem kallast millirifjagigt þar sem einkenni eru verkir á rifjasvæði oftast í síðu. Ástæður geta verið ýmsar s.s. stirðleiki eða læsing þar sem rifin tengjast við hrygg, bólga eða festumein í vöðvunum milli rifja eða erting á taug á svæðinu.
Meðferð getur þá verið liðkun ef um stirðleika er að ræða. Hiti og nudd getur hjálpað ef um er að ræða spennu í vöðvum auk þess sem bólgueyðandi lyf geta komið að gagni. Í sumum tilfellum getur þurft að sprauta verkjasvæðið.

Ég bendi þér að lesa þessa grein um millirifjagigt. Ef þú finnur ekki skýringuna hér ættir þú að láta lækni skoða þig.

Gangi þér vel