verkur í olnboga

Ég hef verið með smá verk í vinstri olgnboga mínum í ca 2-3 vikur.  Ég get hreyft hann á alla vegu enn ekki lyft neinu þungu með honum.  Fyrst leitaði ég að þessum verki sem var bara á einum stað en verkurinn hefur aukist smá er samt ekki mikil nema ég hreyfi höndina mikið.  Hvað getur verið að valda svona verk?  Ég vinn við vinnu þar sem ég nota hendurnar mikið við að lyfta hlutum mjög mikið.

Sæl/l og takk fyrir fyrirspunina

Af lýsingu þinni að dæma er líklegast um verki vegna álgas að ræða og ráðið við því er yfirleitt hvíld og að forðast átök/álag eða það sem framkallar verkinn. Ég set tengil á grein um tennisolnboga sem gæti komið þér að gagni. Ef verkurinn lagast ekki eða versnar skaltu leita læknis.

Gangi þér vel