verkur í nára/lífbeini

Sæl.
Ég er ekki ófrísk.
En ég er með stanslausan verk/óþægindi í nára og leiðir í lífbein (bara hægra megin) og niður fótinn og stundum útí mjöðm og mjóbak.

Ég er krabbameinshrædd á háu stigi og leita stanslaust af æxli. Getu verið krabbamein að kraum þarna án æxlis? fær maður verki vegna krabbameins?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Leiðniverkur í nára/lífbeini er mjög líklega eitthvað allt annað en krabbamein, til dæmis tognun eða einhver bólga sem þrýstir á taug. Ég mæli með því að þú leitir til heimilislæknis og fáir aðstoð við að meta hvað geti verið að valda þessum verk og hvaða leiðir eru færar til þess að losna við hann.

Í leiðinni hvet ég þig til þess að ræða ótta þinn við krabbamein og mögulega aðstoð.

Gangi þér vel