Verkur í miðju baki um nætur

Góða kvöldið
Ég hef verið með skrítinn verk í baki undanfarna fjóra mánuði sem lýsir sér þannig að tveimur til fjórum tímum eftir að ég fer að sofa þá vakna ég með hrikalegan verk fyrir miðju baki og ég get með engu móti komið mér fyrir og hvílst aftur eftir þetta. Þetta er ekki þessi venjulegi bakverkur sem er neðarlega í baki og hefur fylgt mér on-off í tuttugu ár, þetta er eitthvað allt annað. Eftir íbúfen og parkódin forte get ég sofnað aftur eftir mislangan tíma.
Ég hef farið í röntken og það sást ekkert þar og læknirinn sagðist ekki vita hvað ég ætti að gera annað en láta nudda og halda áfram hjá kiropraktor.
Þessi verkur sem vekur mig á nóttunni hefur engin áhrif á dagleg störf (fyrir utan svefnleysið) og ég finn venjulega ekkert fyrir þessu yfir daginn ???? Einhverjar hugmyndir ??? Ég er 42 ára karlmaður

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Líklegast eru þetta einkenni frá vöðvum sem stífna upp og fara nokkurs konar krampaástand við lengri  kyrrlegu. Spennan losnar þegar farið er á fætur. Meðferðin er sú sem þú ert með núna,bólgueyðandi, nudd og kírópraktór eða sjúkraþjálfun. Eins getur verið gott að hafa auka kodda á þegar legið er út af og nota hann undir hnésbætur þegar legið er á bakinu og létta þannig spennu í bakinu. Setja hann síðan milli fóta þegar legið er á hlið til að fá rétta legu á hryggnum.  Huga þarf líka að dýnunni sem sofirð er á, er hún í réttum stífleika fyrir þig?

Ef einkenni hverfa ekki á næstu vikum skaltu fara aftur til læknis sem gæti viljað fá sneiðmynd af baki.

 

Gangi þér vel