Verkur í maga.

Góðan dagin.
Ég er 21 árs gamall strákur.
Ég er með verki víðsvegar um líkamann, þá aðallega í og við rifbeinin hvoru megin, þó örlítið meira vinstra megin.
Síðustu daga hef ég meira fundið fyrir verkjum hægra megin við nafla en fyrir tveim vikum var ég með samskonar verki en þeir voru vinstra megin við nafla. Verkirnir lýsa sér eins og einhver ýti á þessa staði sem ég nefni.

Hvað gæti verið að mér?

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Einkennin eru frekar óljós og erfitt að greina nema við skoðun. Hugsanlega geta þetta verið einkenni frá botnlanga,ristilkrampar,ristilbólgur eða hægðatregða. Ég ráðlegg þér að fara til þíns heimilislæknis ef einkenni hverfa ekki á næstu dögum.

Gangi þér vel