verkur í læri

Góðan daginn
hef verið með slæmann verk aftan í hægra læri alla þessa viku, finn ekki fyrir honum þegar ég ligg eða sit, en um leið og ég fer á ferðina á ég mjög erfitt með
gang fyrir verk, alveg eins og að það sé klemmd taug aftan í lærinu.
Hvað er til ráða

Takk fyrir fyrirspurnina.

Það er erfitt að meta óséð. Ef verkur hverfur ekki á næstunni þarftu að láta heimilislækninn kíkja á þig. Eins ef verkinum fylgir dofi niður í fótlegg,kraftleysi eða breyting á húðlit eða hiti.Þetta getur verið klemmd taug og /eða leiðni frá baki.

Gangi þér vel