Verkur í iljum

Góðan dag:)
Ég byrjaði í frjálsum fyrir viku og hef verið að drepast í iljunum eftir það. Var spá hvort að þið mynduð vita afhverju. Ég er í mjög sléttum innanhússkóm og einnig í sléttum hversdagsskóm, gæti verið að ég þurfi að kaupa mér nýja skó?, eða fer þetta bara sjálfkrafa?

Með fyrirfram þökkum

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þessi einkenni benda til þess að þú sért með bólgu í stóru sininni (plantar fasciit) sem liggur eftir endilangri ilinni. Sinin getur bólgnað við skyndilega aukið álag eins og hjá þér og eins geta skór og lögun fótar haft þar áhrif. Þú skalt byrja á því að hvíla frá æfingum, taka ibufen ef þú þolir það og teygja vel á kálfavöðvunum. Ef ástandið lagast ekki þarft þú að leita til læknis sem metur hvort þú ættir að fara til  stoðtækjafræðings m.t.t. innleggja, í sjúkraþjálfun og/eða fá betri bólgueyðandi lyf. Stoðtækjafræðingur eða sjúkraþjálfari gæti líka ráðlagt þér með hvernig íþróttaskór henta best þínum fæti.

Gangi þér vel