Verkur í il

Halló ég æfi hokkí og er alltaf að drepast í ilini útaf skautunum. Þeir eru náttúrulega rosalega þéttir og fastir og það kemur svona verkur sem fer ekki og hann er ógeðslega mikill allann tíman. Svo þegar ég fer úr skautaunum og hreyfi tærnar eitthvað þá festast ein og er föst í ákveðinni stöðu í smá tíma og það er líka rosalega vont. Vitið þið eitthvað hvað þetta er og hvað er hægt að gera í þessu svo þetta fari því ég varla einbeitt mér á svellinu útaf því að þessi verkur er svo svakalegur!!!

Kveðja:

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina

Lýsing þín hljómar eins og hér sé um að ræða bólgu í liðböndum/bandvef sem liggur eftir endilangri ilinni (plantar fasciit) ég set tengil á ágæta umfjöllun um þetta hér.  Oftast gerist þetta vegna ofálags t.d. í íþróttum eða ef um einhverjar fótaskekkjur er að ræða. Eins geta slæmir skór sem gefa lítinn stuðning komið af stað misbeitingu fóta. Eingöngu er hægt að meta þetta ástand með skoðun á stöðu fóta og með þreifingu. Ef ástandið lagast ekki þarft þú að leita til læknis sem metur hvort þú ættir að fara til  stoðtækjafræðings m.t.t. innleggja, í sjúkraþjálfun og/eða fá bólgueyðandi lyf.
Dragðu ekki of lengi að leita þér ráðlegginga.

Gangi þér vel