Verkur í hné

Fyrir um hálfu ári síðan datt ég illa i hálku og fékk rosalegt mar og skurð á hnéð. Það hefur gróið núna (stórt ör eftir) en tilfinningin er enþá eins og ég sé með mar þótt ekkert sé sjáanlegt. Ég er með þráláta beinhimnubólgu (rúmlega 1,5 ár) þarna beint fyrir neðan, ég veit ekki hvort það gæti tengst þessu eitthvað.
Er þetta eðlilegt? Takk 🙂

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Eymsli í kringum áverka geta verið lengi að  hverfa, allt eftir þeim skaða sem verður á nærliggjandi vef og taugaendum. Ef það er vaxandi verkur, roði eða hiti  þá skaltu láta kíkja á þetta og eins ef þetta truflar þig á einhvern hátt.

Gangi þér vel