verkur í hendinni

Ég er búin að vera með verk í hægri hendinni núna í svona c.a. mánuð, eða allavega nokkrar vikur, ég er með einkenni sinaskeiðabólgu, en verkurinn er alveg frá úlnliðnum, allan handlegginn og upp að olnboganum.?

gæti þetta verið sinaskeiðabólga eða?

hvað þarf ég þá eða ætti ég þá að gera?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Þessi einkenni geta alveg stafað af sinaskeiðabólgu. Meðferðin felst aðallega í því að hvíla, kæla, og taka bólgueyðandi lyf. Einnig getur verið gott að nota úlnliðsspelku sem minnkar álagið á lilðinn. Ef þessi ráð duga ekki til ættir þú að fara til heimilislæknis sem hjálpar þér að meta næstu skref sem mögulega eru sjúkraþjálfun eða bólgueyðandi sterasprauta í liðinn.

Gangi þér vel