Verkur í hægri síðunni

Sæl og blessuð

Mig langar að spyrja ykkur út í verk sem ég hef fengið á síðustu árum. Verkurinn kom í fyrsta sinn þegar ég var ólétt að mínu fyrsta barni en hefur svo komið í tvígang eftir það. Hann kemur þegar ég sef á hægri hliðinni. Ég hef vaknað upp við mikla verki hægra megin í síðunni, svo mikla að ég get mig varla hreyft. Ég reyni að komast á bakið en það tekur óratíma. Á meðan er verkurinn stöðugur hægra megin. Um leið og ég kemst á bakið fjarar verkurinn út, verður fyrst að seiðingi en hverfur að lokum. Þetta er mjög sársaukafullt, svo vont að ég er steinhætt að eiga það á hættu að fá þennan verk og sef því aldrei á hægri hliðinni. Kannist þið eitthvað við slíkar lýsingar.

Með bestu kveðju og von um svör,
Mar

 

Sæl

Takk fyrir fyrirspurnina, það er erfitt að segja til um verk af slíku tagi án frekari rannsókna. Verkur í síðu getur tengst nýrum og/eða þvagblöðru en einnig öðrum líffærum. Ég ráðlegg þér að leita til heimilislæknis til að skoða þetta nánar.

 

Gangi þér vel