verkur í hægri eista

Hæhæ,

ég er semsagt með verk í hægri eista og búinn að vera með hann í svona 2-3 vikur,

þetta byrjaði þannig að ég var sitjandi og var að lagfæra mig þegar mér fannst eitt eistað vera horfið, við nánari athugun þá hafði það færst nánast við mjaðmagrind (eða semsagt töluvert upp).

Eftir þetta var ég stundum með smá pirring í eistanu en enga verki samt sem áður, svo stuttu eftir (2-3 dögum) byrjaði mig að verkja í það af og til þangað til nýlega hefur verkurinn nánast verið stanslaus.

Ég ætlaði bara að athuga hvort þú vissir eitthvað um þetta ?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Verk í eista á altaf að taka mark á og láta skoða til að  útiloka að eitthvað alvarlegt sé á seyði, sem er betur fer sjaldnast.

Það geta verið nokkrar ástæður fyrir verk í eista, ein þeirra er að snúist hafi verið uppá eisntalyppuna. Svo ég hvet þig eindregið til að láta skoða þetta nánar af lækni.

Gangi þér vel