Verkur í fæti

Ég er búin að vera með verk í fæti í einhvern tíma núna, finn fyrir honum í sköflung og fyrir neðan hné. Svo færðist verkurinn upp í læri og nára. Hvað gæti verið að?

Sæl/ll og takk fyrir fyrirspurnina

Þessu er illmögulegt að svara nema að skoða fótinn og fá ítarlegri sögu frá þér um atburðarás síðustu daga, almennt heilsufar , lyf og annað.

Ef verkurinn jafnar sig ekki skaltu leita læknis

Með kveðju

Guðrún Gyða Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur