verkur í eyra

Góðan dag, ég var í sundi fyrir tvem dögum (06.07) og þegar eg fór á kaf fékk eg smá verk í vinstra eyrað. Svo fór eg aftur í sund í dag og þá gerist það sama nema það að verkurinn var mikklu meiri og er buinn að vera núna í hátt í 6 tíma. Geturu sagt mer afhverju eg fæ verk þegar eg fer i kaf og hvað eg get gert til þess að koma i veg fyrir það.
Með fyrir fram þökk.

 

Sæll vertu,

Það er erfitt að átta sig á hvað er að gerast í eyranu og því er best að leita til heimilislæknis eða háls, nef- og eyrnasérfræðings sem getur skoðar hvers kyns er.  Það fer eftir hver orsökin er hvað veldur verknum.  Mögulegt er það sé eitthvað undirliggjandi að í eyranu og við sundið verði þrýstingurinn í eyranu meiri sem veldur verknum. Sjá ástæður eyrnabólgu hér fyrir neðan og meðferð við henni.

Eyrnamergur getur safnast upp í hlustinni og á endanum myndað tappa. Það skerðir heyrnina og getur einnig valdið verkjum. Hægt er að leysa tappann upp með glýseróli eða sérstökum dropum, sem fást í apótekum. Yfirleitt þarf þó að leita til læknis til að skola merginn út. Eyrnapinnar gera ekkert gagn þar sem þeir þrýsta mergnum lengra inn í eyrað og gera illt verra.

Í miðeyrnabólgu kemur verkurinn innan úr eyranu. Miðeyrnabólga með bakteríusýkingu eða án hennar er algengasta orsök eyrnaverkja. Aukinn þrýstingur í miðeyranu veldur spennu í hljóðhimnunni. Það veldur verkjum og dregur úr heyrn (langoftast tímabundið).

Nefdropar, sem eru fáanlegir án lyfseðils í apótekum, draga úr bólgu í slímhimnum nefsins og bæta þannig loftflæðið milli nefhols og miðeyra svo að loftið getur streymt um kokhlustunarrörið sem liggur á milli nefholsins og miðeyrans. Þetta getur einnig dregið úr þrýstingi í miðeyranu og þar með linað verkina.

Væg verkjalyf eins og bólgueyðandi verkjalyf (íbúfen) eða asetýlsalisýlsýra (parasetamól) geta minnkað verkinn.

Kveðja

Hjúkrunarfræðingur Heilsuverndar ehf