Verkur í eistanu eftir kanabis reykingar

Ég er ungur strákur sem reykti lítið magn af kanabisi en er nú hættur vegna mikilar verkja í vinstra eistanu sem leiddi út í löpp..það sem er skrítið er að ég nú er rúm vika síðan ég reykti síðast en ég finn ennþá fyrir þessu en bara ekki nærrum því eins mikið og ég gerði þegar ég reykti,og svo hef ég verið að fá mjög tíð þvaglát,finnst stundum eins og ég þurfi að pissa en þarf kannski ekkert þegar ég kem að klósettinu en samt alveg verkjalaust þegar ég er að pissa og bunan er alveg góð..ég leitaði af þessu á google og fann ekkert þangað til ég leitaði af þessu á ensku og hér er það http://forum.grasscity.com/fitness-health-nutrition/1239311-extreme-testicle-pain-changes-scrotal-veins-when-using-marijuana.html

á ég að hafa áhyggjur af þessu..

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

 

Ég þekki ekki þessa aukaverkun af kanabis en verkur í eista getur verið af ýmsum öðrum orsökum sem þarf  að skoða af lækni. Því ráðlegg ég þér eindregið að fara til læknis með þessi einkenni.

 

Gangi þér vel með þetta.