Verkur í brjóstkassa

Góðan dag, ég er byrjaður að fá mikinn sting og verki hægra megin í brjóstkassann rétt fyrir ofan geirvörtuna. Þessir verkir koma og fara með stuttu millibili og engir verkir annars staðar í líkamanum bara þarna. Verkirnir koma ekki við áreynslu eða neitt þeir koma bara allt í einu. Og þetta eru mjög óþæginlegir verkir sem stinga nokkuð mikið.

 

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það getur verið margt á bak við þennan verk. Gæti verið einkenni frá meltingavegi sem leita upp t.d. bakflæði eins frá öðrum líffærum eins og gallblöðru. Best er að fara til þín heimilislæknis til skoðunar

 

Gangi þér vel.