Verkur í bringu

Hæ hæ.
Er með verk í bringunni eða bringubeini.
Ég fann að það kom þegar ég hóstaði. Núna á ég erfitt með að liggja á hlið og með sumar hreyfingar. Finnst eins og ég sé með marblett ef ég kem við bringuna.
Er þetta eitthvað til að hafa áhyggjur af?
Kveðja K.

Góðan dag

Ýmsar ástæður geta orsakað verk í bringu sem ekki hefur komið til vegna áverka. Af öllum líkindum er þetta stoðkerfistengt, sérstaklega ef þú hefur tekið verkjalyf með góðri verkun. Til að útiloka aðra þætti svo sem frá hjarta, lungum og vélinda hvet ég þig til að leita til heimilislæknis.

Gangi þér vel.