Verkum í eistum

Góðan dag,

Ég hef verið að díla við bólgu í blöðruháls kirtli og hef verið að taka sýklalyf við því núna í 3 mánuði, verkurinn hefur minkað verulega á þeim stað enn ég er hinsvegar byrjaður að finna fyrir verkum í eistum, meðal annars smá stingir sem koma inn á milli, er þetta eitthvað sem tengist blöðruhálskirstils bólgunni?

Sæll og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er ekki hægt að útiloka neitt nema með skoðun hjá lækni. Mögulega geta stingirnir í eistanu hafa verið fyrir, en þú ekki tekið eftir þeim vegna verkja í blöðruhálskirtlinum. Hvet ég þig eindregið til að ræða þessi mál við lækninn þinn.

Gangi þér vel.