verkun á magnesíum medik

Er hægt að taka of mikið af magnesíum medika .
Hvernig finnur maður það ef svo er.

kv.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

samkvæmt fylgiseðli þá kemur eftirfarandi fram:

Ef stærri skammtur en mælt er fyrir um er tekinn

“ Hafið samband við lækni, sjúkrahús eða apótek ef meira hefur verið notað af Magnesia „medic“ en
fram kemur í þessum fylgiseðli eða meira en læknirinn hefur mælt fyrir um og slíkt veldur vanlíðan.

Einkenni ofskömmtunar eru ógleði, uppköst, andlitsroði, áhrif á miðtaugakerfið og öndunarfæri,
vöðvamáttleysi og lömun, hægur hjartsláttur og hjartastopp.

Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa
samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222)“

Ég set hér tengil á fylgiseðilinn  og mæli með því að lesa hann vel

Gangi þér vel