Verkir undir rifbeinum og andadrátts vandræði

Halló!

Ég er nýorðin tvítug og hef verið dugleg í íþróttum og hraust með ekkert ofnæmi og aldrei brotið bein.
Árið 2011 byrjaði eg að finna fyrir verk í rifbeininu og fékk mikinn hósta sem endaði að ég meiddist eitthvað í hægra rifbeini og náði varla að anda( átti erfitt með það í mánuð en fór samt skánandi, gat almennilega hreyft mig eftir 3 mánuði.), Ég fór bara til heimilslæknis og hann gaf mér voða lítil svör sagði að þetta myndi lagast. Í dag hef ég verið í tvær vikur með svo mikla verki undir hægra rifbeini að ég get ekki andað inn né út, skárra er þó að anda út en sársaukinn er virkilega mikill, svo mikill að ég get ekki hlegið né hreyft mig án þess að finna fyrir honum og verð að anda út. Hvað gæti verið að?

Sæl

Einkennin sem þú lýsir geta verið vísbending um ýmislegt og óvarlegt að fara að giska á mögulegar orsakir. Hvort heldur sem er skaltu leita til læknis og fá rétta greiningu og meðferð.

Gangi þér vel