Verkir sem eru dreifðir um allan líkamann

Síðan síðasta sumar hef ég verið að fá staðbundna verki um allan líkamann sem virðast vera í vöðvunum. Það kemur hálfgerð sviðablandinn verkur á ákveðinn púnkt sem varir í mislangan tíma og þó að ég reyni að nudda eða þrýsta þá minnkar verkurinn ekki. Þetta hafa ekki verið nógu sársaukafullir verkir til þess að vera að hlaupa til læknis en þetta er farið að valda mér meiri óþægindum núna. Áður gat ég passað í hvaða líkamsstöðu ég var í til þess að sleppa við að þeir byrjuðu eða til að fá þá til að hætta en núna er þetta farið að gerast þó að ég liggji útaf. Verkirnir eru að aukast og eru dreifðari. Örugglega ótengt en mér finnst ég líka vera búin að vera svo ringluð undanfarið og það kemur allt vitlaust út úr mér. Ég rugla alveg ótengdum orðum og á oft erfitt með að finna það sem ég er að reyna að segja.

Með fyrirfram þökk!

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Þú skalt endilega panta þér tíma í hjá heimilislækni og fara yfir stöðu mála. Það er svo ótalmargt sem kemur til greina og það þarf ítarlegt viðtal og skoðun læknis og mögulega einhverjar rannsóknir til þess að greina hvað sé hér á ferðinni.

Gangi þér vel