Verkir neðri bakinu

Sæl/sæll ég er búin að drepast í neðra hluta bakinu í 2 vikur og er enn illt í bakinu þetta byrjaði þannig að ég var í fótbolta með vinum mínum og bróðir mínum Svo ætlaði ég að gera tækni sem er skæri og svo fann ég eitthvað brak við neðra hluta bakinu og svo byrjaði ég að hlaupa þá kom verkurinn
Vitið þið hvað þetta er og ef svo er hvað eru meðferðin við þessari verk

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er margt sem gæti orsakað þennan verk, t.d. tognun í einhverjum vöðva/vöðvum neðarlega í bakinu. Best er að taka því rólega og hreyfa sig að getu t.d. léttir göngutúrar en alls engin átök. Þú gætir líka til skiptis haft heita og kalda bakstra á bakinu. Einnig er hægt að taka bólgueyðandi verkjalyf t.d. íbúfen. Ef verkurinn skánar ekki myndi ég ráðleggja þér að leita til læknis.

Gangi þér vel,

Særún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur