verkir í vöðvum

Ef madur er með mjög mikla spennu frá hnakka upp i haus sem gerir að verkum að stundum er óþægilegt að snúa hausnum til hliðar hvað gæti verið að angra mig ?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Algengast er að um vöðvabólgu sé að ræða en ýmislegt annað kemur til greina svo sem tognun í hálsi. Fáðu skoðun og mat hjá lækni. Ef um vöðvabólgu er að ræða er  gott  að fá aðstoð hjá sjúkraþjálfara, bæði til þess að fá betri líðan og til þess að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Gangi þér vel