Verkir í viðbeini/rifbeinum

Annað slagið fæ ég mikla og sársaukafulla verki í rifbeinin og nú síðast í viðbeinið hægra megin líka. Ég tengi þetta við of mikla neyslu sykurs þar sem þetta gerist nánst alltaf þegar ég hef borðað of mikinn sykur í einu sbr. drukkið of mikið gos eða borðað of mikil sætindi. Tengist þetta eitthvað? eða hvað getur verið að valda þessu?

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Verkir geta verið einkenni um ýmislegt og ekkert augljóst samhengi er milli verkja eins og þú lýsir og sykurneyslu. Ég ráðlegg þér að leita til hemilislæknis og fá aðstoð við að komast að því hvað geti valdið þessum verkjum.

Gangi þér vel