Verkir í utanverðum leggjum

Sæl/l,
Í rúman mánuð hef ég verið með verki í utanverðum leggjum, beggja fóta. Þeir koma aðallega fram við hlaup og hopp þ.e.a.s. þegar ég sippa. Verkurinn er staðsettur rúmlega 10 cm fyrir ofan ,,ökklakúluna“. Gætu þið sagt mér hvað gæti mögulega verið að? Ef ég ætti að leita til læknis gætu þið þá tekið fram hvers konar læknis ég ætti að leita til.
Fyrirfram þökk,

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það sem fyrst kemur til greina er ofálag og mögulega beinhimnubólga og meðferðin við því er hvíld. Ég set hér með tengil á ágæta umfjöllun um beinhimnubólgu sem mögulega kemur þér að gagni. Annars ættir þú að geta leitað til heimilislæknis sem getur skoðað og metið hvort og hvaða rannsóknir þarf að framkvæma og eins ráðlagt þér hvort ástæða sé til að leita til bæklunarlæknis eða sjúkraþjálfara.

Gangi þér vel