Verkir í únlið hluti af hryggikt?

Komið þið sæl. Ég er með hryggikt og er á remsima og Metrotextrati. Ég er samt með verki t.d. ofan á úlið sem leiða í upphandleg, og þumallin er aumur og viðkvæmur. Hreyfingar t.d. ýta á tuskur eða skera eru vondar og á erfitt með að halda á hlutum. Það sést ekkert í gigtarprófum. Það er venjulega talað um neðri útlimi í hryggikt (ég er slæm þar) en ég get ekkert fundið um hendur. Getur verið um aðra sjúkdóma að ræða í hendinni fyrst lyfin virka ekki á hendina?

Takk fyrir

 

Takk fyrir fyrirspurnina.

Einkenni hrygggigtar koma réttilega fram í neðri útlimum og baki en sjaldan í efri útlimum.Ef ekki er saga um áverka á hendi eða handlegg, gæti verið um að ræða álagseinkenni með bólgum í liðböndum eða mjúkvef eins önnur tegund gigtar. Þetta þarf læknir að finna út með skoðun og hvet ég þig til að fara til læknis sem getur skoðað þig nánar.

 

Gangi þér vel.