verkir í öxlum

verkir í öxlum sem leiða fram í brjngu

Góðan dag og takk fyrir fyrirspunina.

Verkir í öxlum eru yfirleitt af völdum vöðvabólgu eða einhverskonar álagi sem í sumum tilfellum getur leitt fram í bringu. Þó er erfitt að greina það nema að fá frekari upplýsingar um eðli verksins og þína heilsufarssögu. Ef verkirnir eru miklir eða hamla þér í daglegu lífi ráðlegg ég þér að leita til heimilislæknis eða sjúkraþjálfara.

Gangi þér vel,

Oddný Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur