Verkir í maga og blóðlitaður saur

Ég hef verið með verki í meltingarvegi af og til í morgun fékk ég rauðan niðurgang við það virtust verkir minnka .enginn slappleiki matarlist góð hef verið að taka voltaren 100 mg 3 á dag vegna annara verkja

Góðan dag,

Takk fyrir fyrirspurnina.  Ekki er mælt með að taka Voltaren ef um er að ræða sár eða blæðingu frá meltingarvegi.  Í þessu tilviki myndi ég ráðleggja þér að hafa strax samband við þinn heimilislækni og að fá ráðleggingar varðandi önnur verkjalyf og eins varðandi blæðinguna.

með kveðju,

Berglind Ómarsdóttir

Hjúkrunarfræðingur