Verkir í liðamótum

Hæ hæ mér langar svo að spurja hvort einhver getur svarað mér hvað sé að gerast í fíngrunum á mér á mornanna ég að drepast í liðamótunum í puttunum og á erfitt með að beygja þá og verkja mikið kv

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina,

Verkir og stirðleiki í fingrum á morgnana getur meðal annars orsakast af liðagigt, meðgöngu, sliti, áverka eða álagi. Það er oft hægt að gera ýmislegt til að lina einkenni, en fer það svo sannarlega eftir hver undirliggjandi orsök er. Hjá sumum geta breytingar á mataræði, hvíld og álagi haft gríðarlega jákvæð áhrif.

Ómögulegt er að vita hvað það er sem veldur þessum einkennum hjá þér án frekari sögu og skoðun. Því vil ég hvetja þig til að bóka tíma hjá heimilislækni eða öðrum lækni á þinni heilsugæslu til þess að láta skoða þetta betur. Ef bið er eftir tíma getur verið gott fyrir þig að halda nokkurs konar dagbók um einkennin og sjá hvort eitthvað munstur skapast, t.d. einhver fæða eða drykkur kvöldinu fyrr sem eykur á einkenni, eða vissar athafnir og álag á fingur.

Gangi þér vel

Auðna Margrét Haraldsdóttir, hjúkrunarfræðingur