Verkir í lærlegg og niður að hné á næturna

Hef farið í liðskipti á báðum hnjám sem gengu vel. 2016 og 2017. Undanfarna mánuði vakna ég oft á næturna vegna slæmra verkja í öðru læri sem liggja niður i hnéð. Ég hef góða hreyffærni og finn aldrei til í fótunum á daginn. Bara á næturnar. Hver getur orsökin verið?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að segja til um svona nema að skoða fótinn og fá frekari upplýsingar, eins og t.d. kemur þetta allar nætur, getur þú breytt um stöðu og þá kemur verkurinn ekki eða hverfur, eru litabreytingar á fætinum og svo framvegis. Spurning hvort þú sért að fá einhvern spasma í lærið sem veldur þessu, kannski ertu að klemma eitthvað í fætinum þegar þú sefur. Það er mjög ólíklegt að þetta stafi útfrá liðskiptunum þar sem svo langt er liðið frá þeim en líklega þó ekki hægt að útiloka nema mynda og skoða. Hafðu endilega samband við þinn heimilislækni og fáðu skoðun, hann getur þá vísað áfram á bæklunarlækni, sjái hann þess þörf.

Gangi þér/ykkur vel

 

með kveðju,

Thelma Kristjánsdóttir

Hjúkrunarfræðingur.