Verkir í hné

Ég meiddi mig í hnéi fyrir svona ári en mér var sagt að það myndi bara lagast með tíma og það gerði þa. Held ég allavena. Núna er ég með verki undir hnéskelinni að utanverðu. Verkurinn kemur þegar ég beigi fótinn og lýsa má verknum eins og einhverskona þrýstingi. Ég get ekki haft fótinn beygðan legur en mínútu ánþess að rétta úr honum. Þá kemur svona þrýstingsverkur bara meiri en þegar ég er að beigja hnéið. Hvað getur þetta verið og lagast þetta bara sjálfkrafa?

 

Sæl/l og takk fyrir fyrirspurnina

Það er erfitt að segja hvað hér er á ferðinni öðruvísi en að skoða þig. Það getur verið að þetta sé afleiðing óhappsins sem þú lentir í fyrir ári síðan en til þess að fá úr því skorið hvað þetta er þarftu að fara til læknis. Læknirinn getur metið hvort það er vökvasöfnun í liðnum eða eitthvað annað sem skýrir þessi einkenni og mögulega þarf að mynda hnéð til að fá rétta greiningu og ákveða hvaða meðferð mundi gagnast þér.  Ég ráðlegg þér að byrja á því að panta tíma hjá heimilislækni.

Gangi þér vel