verkir í hnakka og líkama

sæl/sæll
Ég er 19 ára og fyrir 1 og hálfum mánuði byrjaði ég að vera ótrúlega skrítin. Ég varð ótrúlega þreytt og svaf mest megnið af deginum, hafði ekki orku í að gera neinn skapaðan hlut var eiginlega bara löt sem er alls ekki líkt mér. Ég er alltaf á iði eins og þeytispjald og er mjög dugleg. Svo núna um daginn fann ég fyrir bólgu eða þetta lýsir sér eins og kúla við vinstri nára og það má varla koma við það því ég er svo aum. Ég fékk særindi í hálsin og sjóntruflanir og þyngsli fyrir öndunarvegin og kláða útum allt, 2 sár á kynfærin semsagt þar sem hárin eru. Ég fór að googla pilluna sem ég var að taka og þá eru þetta alvarleg aukaverkanir sem eru sjaldgæf. Ég hætti að taka pilluna og fór til læknis daginn eftir en það var sagt að þetta væri ekki endilega pillan og ég var sett á doxelin og á nýja pillu. Ég fór í blóðprufu ég veit ekki hvernig hún kom út. Og núna síðan á þriðjudaginn er ég búin að vera með verk hægramegin í hnakkanum og það leiðir þannig að hausinn er ótrúelga þungur og ég sé voða óskýrt og líður mjög illa. Ég veit ekki hvort ég eigi að hafa áhyggjur af þessu ég er ekki vön að láta ath mig hvort ég sé ekki alveg örugglega í lagi vegna einhverra verkja.

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina

Að öllum líkindum ertu búin að heyra niðurstöðurnar úr blóðprufunni og komin á rétta meðferð þegar þetta svar er skrifað. Ef ekki skaltu endilega hafa samband aftur við lækninn og fá frekari aðstoð.

Gangi þér vel